Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:45 Samræðisaldur í Dúbaí er 18 ár. Paula Bronstein/Getty Ungur maður frá Bretlandi hefur verið fangelsaður í Dúbaí, fyrir að eiga samræði við 17 ára stúlku. Bresk stjórnvöld eru með málið á sínu borði. Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“ Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira