„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 09:44 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira