Íslenski boltinn

Brazell ráðinn til Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brazzell er mættur á Hlíðarenda.
Brazzell er mættur á Hlíðarenda. Valur

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Hinn 32 ára gamli Brazzell kemur frá Englandi en hefur undanfarin ár starfað fyrir Gróttu. Hann hóf síðasta tímabil sem þjálfari liðsins í Lengjudeild karla en var látinn fara um mitt sumar.

Síðan var hann orðaður við fjölda félaga hér á landi en nú hefur hann samið við Val sem hefur blásið í herlúðra er kemur að yngri flokka starfi.

„Með þessu erum við í stjórn knattspyrnudeildar að sýna að okkur er alvara þegar við segjumst vilja efla fagmennskuna í kringum fótboltann og leggja meiri áherslu á yngri flokka félagsins,“ sagði Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er Brazzell var kynntur til leiks.

„Chris er einn besti æfingaþjálfari landsins og mun mynda gríðarlega sterkt teymi með Halla Heimis yfirþjálfara og Arnóri Smárasyni yfirmanni fótboltamála,“ bætti Björn Steinar við.

Valur endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð og í 3. sæti Bestu deildar karla, 18 stigum á eftir meisturum Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×