Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum
Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag.
Tengdar fréttir
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur
Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári.
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis
Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið.
Krónan styrkist þegar ríkisbréfin komust á radarinn hjá erlendum sjóðum
Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.