Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 09:12 Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels. epa/Michael Reynolds Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael, tilkynnti um afsögn sína sem þingmaður á nýársdag. Bæði Gallant og Netanjahú eiga handtökuskipun vegna stríðsglæpa í stríðinu við Hamas yfir höfði sér. Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34