Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 18:28 Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst vegna málsins. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira