Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 07:25 Lögregla hefur eftir vitnum að maðurinn hafi hrint fólki og hrækt á það. Vísir/Egill Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum. Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum.
Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira