Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 07:25 Lögregla hefur eftir vitnum að maðurinn hafi hrint fólki og hrækt á það. Vísir/Egill Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum. Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum.
Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira