Jimmy Carter látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:23 Carter við útför eiginkonu sinnar, Rosalynn Carter, sem lést í fyrra. EPA Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46