Jimmy Carter látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:23 Carter við útför eiginkonu sinnar, Rosalynn Carter, sem lést í fyrra. EPA Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent