Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust.
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar