Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 07:09 Stjórnvöld í Kasaskstan sjá um rannsókn á slysinu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður. Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan. Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan.
Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52