Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2024 22:17 Donald Trump hefur blásið í glæður ýmissa mála sem hann hélt uppi í forsetatíð sinni, sum eru sérkennilegri en önnur, eins og hugmynd hans um að „kaupa“ Grænland. AP/Evan Vucc Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01