Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2024 22:17 Donald Trump hefur blásið í glæður ýmissa mála sem hann hélt uppi í forsetatíð sinni, sum eru sérkennilegri en önnur, eins og hugmynd hans um að „kaupa“ Grænland. AP/Evan Vucc Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01