„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 15:30 Edda Björgvins og Anna Svava vita hvað skiptir máli þegar kemur að jólunum. Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“ Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“
Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið