„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. desember 2024 20:48 Daði Már segir engin dulin skilaboð liggja að baki gjöfinni til Sigurðar Inga. Vísir/Viktor „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira