Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Aron Guðmundsson skrifar 22. desember 2024 10:00 Fanney Inga hefur tekið spennandi stökk til Svíþjóðar þar sem hún hefur verið keypt til eins af toppliðum landsins. Hennar fyrsta skref á ferlinum út í atvinnumennsku. Mynd: BK Hacken Landsliðsmarkvörðurinn í fótbolta, Fanney Inga Birkisdóttir, horfir fram á spennandi tíma í atvinnumennsku. Hún heldur nú á gamalkunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á metfé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig. Greint var frá kaupum BK Häcken á markverðinum Fanneyju Ingu frá Val undir lok október og sagt í tilkynningu að Häcken hefði greitt kaupverð fyrir landsliðsmarkvörðinn sem ekki hefði sést í kvennaboltanum hér á landi áður. Häcken er eitt besta lið Svíþjóðar og hefur endað í 2.sæti efstu deildar þar í landi fjögur tímabil í röð sem og náð langt í Evrópu. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul er Fanney Inga mjög reynslumikill og sigursæll markvörður eftir tíma sinn hjá Val og hefur hún um leið fest sig í sessi í markrammanum hjá íslenska landsliðinu. Hún skrifar undir þriggja ára samning í Svíþjóð. „Þetta er stórt skref og ég held að þetta sé líka gott skref. Mér fannst þetta mjög spennandi lið að fara í. Spennandi verkefni og gott starf sem þarna er að vinna. Bæði er þetta sterkt lið innan sænsku deildarinnar sem og lið sem hefur verið að fara langt í Evrópukeppni síðustu ár. Þetta var skref sem að mig langaði að taka. Þau eru ekki bara að hugsa um að vinna titla, heldur einnig að þróa leikmenn áfram og hafa verið að gera það í gegnum árin. Mér finnst þetta því bæði gott skref sem leikmaður og keppnismanneskja. Ég fór á reynslu hjá þeim fyrir þremur árum og síðan þá hefur alltaf verið ákveðinn áhugi til staðar. Eftir síðastliðið tímabil þróaðist þetta svo mjög hratt. Fanney Inga Birkisdóttir varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val.Vísir/Anton Brink Mér fannst þetta vera góður tímapunktur til þess að fara út. Ég er búin að taka tvö tímabil hér heima með Val. Það er búið að ganga vel og svo kemur svona spennandi áhugi sem er eiginlega ekki hægt að segja nei við. Þá var ákvörðunin ekki svo flókin. Ef að það sem ég teldi rétt skref á mínum ferli hefði ekki komið þá hefði ég ekki átt í neinum vandræðum með að taka slaginn áfram hér heima.“ Metfé en ekki aukin pressa Það að vera keypt á metupphæð í íslenska boltanum truflar hana ekki. „Mér finnst það aðallega bara vera heiður og merki um gott starf hjá mér og Val. Líka bara merki þess að kvennaboltinn er að stækka. Vonandi heldur þessi upphæð bara áfram að hækka með árunum. Ég vil aðallega bara bæta mig og ná að verða besta útgáfan sem að ég get orðið. Ég held að þau geti kennt mér helling hjá Häcken. Bæði fótboltalega inn á vellinum en einnig sem manneskju utan hans.“ Fanney Inga með góð tilþrifVísir/Anton Brink Stígur út fyrir þægindarammann Og í Svíþjóð kannast Fanney vil við sig eftir að hafa búið þar í landi sem barn. Hún er altalan á sænsku sem mun klárlega koma sér að góðum notum. „Ég bjó í Svíþjóð í fjögur og hálft ár þegar að ég var lítil. Ég var með sænskuna á hreinu eftir það og hef verið að halda henni við síðustu ár. Fór meðal annars í sænsku í skóla heldur en dönsku. Þetta er rosa gott skref að taka út frá því. Ekki mjög mikil breyting menningarlegs eðlis. Stærsta breytingin fyrir mig verður að fara frá fjölskyldu minni og búa ein.“ Hvernig leggst það akkúrat í þig. Að flytjast búferlum til Svíþjóðar og fjölskyldan verður hér heima á Íslandi? „Það er auðvitað skrítið með lítil systkini og svona en ég held að þau verði dugleg að koma í heimsókn og verður gaman að prófa að búa ein og takast á við þá áskorun.“ Fanney í leik með íslenska landsliðinuVísir/Diego Þið munið þá njóta samverunnar um jólin extra mikið í ár? „Já heldur betur. Maður mun mæta í helling af jólaboðum og segja svo bless í bili við fjölskylduna.“ Kaflanum hjá Val lokið, hið minnsta að sinni og Fanney er þakklát fyrir tíma sinn á Hlíðarenda. „Valur er frábært félag að vera í . Hér er fullt af stórum karakterum sem maður getur lært af. Ekki bara í fótboltanum heldur öllum íþróttadeildum. Ég mun klárlega sakna fjölskyldu stemningarinnar sem er hér. Valsheimilið hefur verið mitt annað heimili síðastliðin fjögur til fimm ár. Það verður skrítið að fara héðan en líka gaman. Maður verður líka að fara út fyrir þægindarammann.“ Sænski boltinn Valur Íslenski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Greint var frá kaupum BK Häcken á markverðinum Fanneyju Ingu frá Val undir lok október og sagt í tilkynningu að Häcken hefði greitt kaupverð fyrir landsliðsmarkvörðinn sem ekki hefði sést í kvennaboltanum hér á landi áður. Häcken er eitt besta lið Svíþjóðar og hefur endað í 2.sæti efstu deildar þar í landi fjögur tímabil í röð sem og náð langt í Evrópu. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul er Fanney Inga mjög reynslumikill og sigursæll markvörður eftir tíma sinn hjá Val og hefur hún um leið fest sig í sessi í markrammanum hjá íslenska landsliðinu. Hún skrifar undir þriggja ára samning í Svíþjóð. „Þetta er stórt skref og ég held að þetta sé líka gott skref. Mér fannst þetta mjög spennandi lið að fara í. Spennandi verkefni og gott starf sem þarna er að vinna. Bæði er þetta sterkt lið innan sænsku deildarinnar sem og lið sem hefur verið að fara langt í Evrópukeppni síðustu ár. Þetta var skref sem að mig langaði að taka. Þau eru ekki bara að hugsa um að vinna titla, heldur einnig að þróa leikmenn áfram og hafa verið að gera það í gegnum árin. Mér finnst þetta því bæði gott skref sem leikmaður og keppnismanneskja. Ég fór á reynslu hjá þeim fyrir þremur árum og síðan þá hefur alltaf verið ákveðinn áhugi til staðar. Eftir síðastliðið tímabil þróaðist þetta svo mjög hratt. Fanney Inga Birkisdóttir varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val.Vísir/Anton Brink Mér fannst þetta vera góður tímapunktur til þess að fara út. Ég er búin að taka tvö tímabil hér heima með Val. Það er búið að ganga vel og svo kemur svona spennandi áhugi sem er eiginlega ekki hægt að segja nei við. Þá var ákvörðunin ekki svo flókin. Ef að það sem ég teldi rétt skref á mínum ferli hefði ekki komið þá hefði ég ekki átt í neinum vandræðum með að taka slaginn áfram hér heima.“ Metfé en ekki aukin pressa Það að vera keypt á metupphæð í íslenska boltanum truflar hana ekki. „Mér finnst það aðallega bara vera heiður og merki um gott starf hjá mér og Val. Líka bara merki þess að kvennaboltinn er að stækka. Vonandi heldur þessi upphæð bara áfram að hækka með árunum. Ég vil aðallega bara bæta mig og ná að verða besta útgáfan sem að ég get orðið. Ég held að þau geti kennt mér helling hjá Häcken. Bæði fótboltalega inn á vellinum en einnig sem manneskju utan hans.“ Fanney Inga með góð tilþrifVísir/Anton Brink Stígur út fyrir þægindarammann Og í Svíþjóð kannast Fanney vil við sig eftir að hafa búið þar í landi sem barn. Hún er altalan á sænsku sem mun klárlega koma sér að góðum notum. „Ég bjó í Svíþjóð í fjögur og hálft ár þegar að ég var lítil. Ég var með sænskuna á hreinu eftir það og hef verið að halda henni við síðustu ár. Fór meðal annars í sænsku í skóla heldur en dönsku. Þetta er rosa gott skref að taka út frá því. Ekki mjög mikil breyting menningarlegs eðlis. Stærsta breytingin fyrir mig verður að fara frá fjölskyldu minni og búa ein.“ Hvernig leggst það akkúrat í þig. Að flytjast búferlum til Svíþjóðar og fjölskyldan verður hér heima á Íslandi? „Það er auðvitað skrítið með lítil systkini og svona en ég held að þau verði dugleg að koma í heimsókn og verður gaman að prófa að búa ein og takast á við þá áskorun.“ Fanney í leik með íslenska landsliðinuVísir/Diego Þið munið þá njóta samverunnar um jólin extra mikið í ár? „Já heldur betur. Maður mun mæta í helling af jólaboðum og segja svo bless í bili við fjölskylduna.“ Kaflanum hjá Val lokið, hið minnsta að sinni og Fanney er þakklát fyrir tíma sinn á Hlíðarenda. „Valur er frábært félag að vera í . Hér er fullt af stórum karakterum sem maður getur lært af. Ekki bara í fótboltanum heldur öllum íþróttadeildum. Ég mun klárlega sakna fjölskyldu stemningarinnar sem er hér. Valsheimilið hefur verið mitt annað heimili síðastliðin fjögur til fimm ár. Það verður skrítið að fara héðan en líka gaman. Maður verður líka að fara út fyrir þægindarammann.“
Sænski boltinn Valur Íslenski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira