Fimm látnir og tvö hundruð særðir Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 10:46 Lögregluþjónn stendur þar sem maðurinn ók í gegnum þvögu fólks á miklum hraða. AP/Ebrahim Noroozi Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir. Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55
Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40