Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 23:55 Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eiga heima rétt hjá jólamarkaðnum þar sem var ekið á tugi manna fyrr í kvöld. Myndin til hægri er tekin af Rannveigu. aðsend Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa átt heima í Magdeburg í þó nokkur ár en Gísli er byrjunarliðsmaður hjá handboltaliði Magdeburg. Eins og greint hefur verið frá eru minnst tveir látnir og um 70 manns slasaðir eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í borginni fyrr í kvöld. Tilviljun að þau hafi ekki verið á markaðnum Þau taka fram í samtali við Vísi að jólamarkaðurinn sé í um 300 metra fjarlægð frá heimili þeirra og að þau tíðki komur sínar þangað. Þau ítreka að hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. Í raun réði tilviljun því að þau hafi ekki farið á jólamarkaðinn í kvöld. Að þeirra sögn voru þau í heimsókn hjá hjónunum Ómari Inga Magnússyni sem spilar einnig með Magdeburg og Hörpu Brynjarsdóttur fyrr í dag. Rannveig og Gísli hafi síðan ekið heim og ætlað að koma við á jólamarkaðnum en ákveðið að halda bara heim í staðinn. „Við ætluðum að fara og gera okkur glaðan dag en mjög ólíkt okkur þá bara endum við heima,“ segir Rannveig. „Ég var meira að segja búinn að bremsa bílinn og við ætluðum að snúa við og fara á svæðið þar sem jólamarkaðurinn er. Síðan atvikaðist það þannig að ég keyrði bara áfram. Við ætluðum kannski þá bara að labba á markaðinn,“ bætir Gísli við. Heyrði í öskrum út um gluggann Rannveig tekur fram að hún hafi fyrst heyrt af árásinni þegar að Harpa sendi á hana skilaboð með frétt um atvikið. „Og ég bara opna gluggana og þá heyrist bara í þyrlum og sjúkrabílum og í öskrum frá fólki. Ég hélt fyrst kannski að þetta hafi verið gamall maður sem hefði fengið slag og keyrt þess vegna á markaðinn. Manni dettur ekki í hug að þetta sé hryðjuverk. Ég fór inn í teppi og langaði heim.“ „Vorum þarna á hverjum degi“ Þau hafi bæði um leið byrjað að senda á vini og vandamenn í borginni til að athuga hvort það væri í lagi með alla sem þau þekkja. Enda er markaðurinn mjög vinsæll áfangastaður í borginni. Margir úr handboltaliðinu fái fjölskylduna í heimsókn yfir jólin og er þá fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Ég og mamma vorum þarna á hverjum einasta degi í viku í desember,“ segir Rannveig. „Þetta er líka staður sem að ég og Rannveig förum oft á á kvöldin, þetta er bara við hliðina á okkur. Þetta er okkar daglegi göngutúr,“ bætir Gísli við. Liðsfélaginn einn metra frá atvikinu Gísli segir að liðsfélagi hans hafi verið á jólamarkaðnum þegar að árásin átti sér stað og að litlu mátti muna að illa hafi farið fyrir honum. „Hann var einn metra frá þessu. Svo bara gerist þetta og hann rétt svo nær að stökkva til hliðar.“ Rannveig tekur fram að það sé ómetanlegt að hafa Ómar Inga og Hörpu í borginni og að það sé gott að finna fyrir stuðning frá öðrum Íslendingum á svæðinu. „Þessi samheldni í borginni er ótrúleg, það voru allir að athuga með alla. Eru allir í lagi? Allir að hringja og allir að láta vita að maður ætti ekki að fara niður í bæ,“ segir Rannveig.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira