Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 12:21 Baldvin Oddsson, lengst til hægri, þykir afburða trompetleikari. Hér er hann með þekktum trompetleikara og hljómsveitarstjóra eftir vel heppnaða tónleika á erlendri grundu. Baldvin Oddsson Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin.
Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira