Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 07:49 Lögreglan vestanhafs útilokar ekki að Nathan Mahoney hafi verið að herma eftir Luigi Mangione. Getty/Muskegon County fangelsið Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“ Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“
Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10