Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 07:49 Lögreglan vestanhafs útilokar ekki að Nathan Mahoney hafi verið að herma eftir Luigi Mangione. Getty/Muskegon County fangelsið Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“ Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“
Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10