Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 20:48 Þær eru miklar vinkonur, þær Emma Sólveig og Guðrún Sólveig. aðsend Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira