Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 08:00 Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun