Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 08:00 Þórir Hergeirsson fékk nei frá konunni fyrir löngu síðan og það hefur ekkert breyst. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita