Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:03 Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins á sunnudag, þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn. EPA/Liselotte Sabroe Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira