„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 10:13 Ragnar Þór Pétursson veltir fyrir sér hlut barnanna þegar kemur að tómstundastarfinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“ Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“
Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira