„Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2024 09:32 Álftanes leikur gegn Hetti í deildinni annað kvöld. Justin James ætti að vera klár í einhverjar mínútur. Nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta hefur spilað yfir sjötíu leiki í NBA-deildinni. Hann var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019. Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira