Vísir birtir nú, í samstarfi við félaga Íslenskra útgefenda (Fíbút) nú frá sér þriðja bóksölulista fyrir þessi jólin. Þó þau Arnaldur og Yrsa sitji sem fastast, og Bjarni Fritzson sé á kunnuglegum slóðum fer því fjarri að ekki séu hræringar á listunum.
„Stóru tíðindi þessarar viku er hins vegar heljarstökk Guðrúnar Evu Mínervudóttur með bókina Í skugga trjánna sem hækkar sig upp um sex sæti og er nú í fjórða sæti listans. Þannig klifrar hún yfir kollana á Ragnari Jónassyni, Stefáni Mána, Evu Björg Ægisdóttur, Geir Haarde, Birgittu Haukdal og Útkalli Óttars Sveinssonar,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Hún fylgist grannt með gangi mála í bóksölunni.
Kul hækkar sig um þrjú sæti
Og þetta verða að teljast talsverðar vendingar því salan er farin vel af stað og háar sölutölur á bakvið öll efstu sætin. Í skugga trjánna, hlaut Bóksalaverðlaunin í síðustu viku og hefur verið að raka að sér góðum dómum í fjölmiðlum.
„Sé litið á skáldverkalistann má sjá annan sigurvegara Bóksalaverðlaunanna, ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Jarðljós í átjánda sæti en óvenjulegt er að sjá ljóðabækur í svo harðri samkeppni við skáldverkin,“ segir Bryndís.

Fyrir utan Guðrúnu Evu eru ekki miklar breytingar á skáldverkalistanum. Kul eftur Sunnu Dís Másdóttur hækkar sig upp um þrjú sæti og þrjár nýjar bækur birtast á listanum: Eldri konur eftir Evu Rún, Slóð Sporðdrekans eftir Skúla Sigurðsson og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál.
„Ekki eru heldur miklar vendingar á fræðibókalistanum, þar situr Útkallið í efsta sæti og Ævisaga Geirs H. Haarde í því öðru. Hástökkvarar vikunnar eru Churchill – Stjórnvitringurinn framsýni sem stekkur upp um sex sæti og Frasabókin, ný og endurbætt íslensk snjallyrði fer upp um fimm sæti.“
Hástökkvari vikunnar er Kúkur, piss og prump
Nýjir titlar á fræðibókalistanum eru svo Hannes – handritiði mitt, ævisaga Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar og Óli K., saga fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara landsins í skráningu Önnu Drafnar Ágústsdóttur.
„Orri Óstöðvandi er áfram á toppi barnabókalistans en hástökkvari vikunnar er Sævar Helgi Bragason með Kúkur, piss og prump en hann stekkur upp um heil tíu sæti og situr nú í sjötta sæti barnabókalistans. Svo skemmtilega vill svo til að nýjar bækur á listanum eru allar tengdar fótbolta. Þetta eru bækurnar Fótboltastjörnur – Ronaldo er frábær, Sveindís Jane – Saga af stelpu í landsliði og Hvolpasveitin – Hvolpar bjarga fótboltaleik,“ segir Bryndís. Færist nú hiti í leikinn.
Bóksölulistinn 9.-15. desember
- Ferðalok - Arnaldur Indriðason
- Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
- Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
- Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
- Hulda - Ragnar Jónasson
- Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
- Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson
- Ævisaga - Geir H. Haarde
- Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
- Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal
- Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
- Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal
- Stella segir bless - Gunnar Helgason
- Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
- Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers
- Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni
- Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson
- Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson
- Tjörnin - Rán Flygenring
- Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal
Skáldverk
- Ferðalok - Arnaldur Indriðason
- Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
- Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
- Hulda - Ragnar Jónasson
- Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
- Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
- Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
- Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
- Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir
- Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir
- Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir
- Kul - Sunna Dís Másdóttir
- Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin
- Rétt áðan - Illugi Jökulsson
- Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir
- Eldri konur - Eva Rún Snorradóttir
- Slóð sporðdrekans - Skúli Sigurðsson
- Jarðljós - Gerður Kristný
- Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen - Bragi Páll Sigurðarson
- Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir
Fræðbækur og rit almenns efnis
- Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson
- Ævisaga - Geir H. Haarde
- Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson
- Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson
- Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar
- Fangar Breta - Sindri Freysson
- Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson
- Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson
- Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen
- Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon
- Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson
- Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir
- Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson
- Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson
- Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson
- Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson
- Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner
- Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason
- Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson
- Óli K. - Anna Dröfn Ágústsdóttir
Barna- og ungmennabækur
- Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson
- Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal
- Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal
- Stella segir bless - Gunnar Helgason
- Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers
- Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni
- Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson
- Tjörnin - Rán Flygenring
- Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal
- Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson
- Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir
- Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson
- Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir
- Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson
- Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Nickelodeon
- Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson
- Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson
- Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð
- Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer
- Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga fótboltaleik - Nickelodeon
Uppsafnað frá áramótum
- Ferðalok - Arnaldur Indriðason
- Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
- Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
- Ævisaga - Geir H. Haarde
- Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson
- Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal
- Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
- Hulda - Ragnar Jónasson
- Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
- Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
- Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal
- Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
- Stella segir bless - Gunnar Helgason
- Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir
- Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers
- Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
- Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson
- Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni
- Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal
- Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal