Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar 18. desember 2024 09:04 Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun