Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 11:21 Rannsakendur að störfum þar sem sprengjan sprakk. AP Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira