Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2024 10:01 Nora Mørk fékk sín fyrstu tækifæri í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar og varð síðar lykilmaður í því. getty/Alex Davidson Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða