Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 18:44 Þórir Hergeirsson kveður norska liðið sem einn sigursælasti þjálfari handboltasögunnar. Vísir/EPA Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira