Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 21:01 Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson hjón í Hafnarfirði. Vísir/Einar Hjón sem að leggja mikið upp úr jólaskreytingum segjast toppa sig á hverju ári. Ef þau standi sig ekki í stykkinu byrji fólk hreinlega að hafa áhyggjur af þeim. Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson sem búa á Völlunum í Hafnarfirði leggja ávallt mikið upp úr því að skreyta heimilið sitt fyrir jólin. Hjónin segjast vera mikil jólabörn og taka fram að þau ráði einfaldlega ekki við sig og bæta í á hverju ári. Heimili þeirra var valið jólahús ársins árið 2022. „Því það er svo gaman að fara í Costco og sjá jólaskrautið og þá bara kaupir maður það og einhvers staðar verður maður að hafa það,“ segir Linda spurð hvernig skreytingargleði þeirra hjóna hófst? „Þegar við fluttum hingað þá ákváðum við það að hafa smá myndarlegar skreytingar, við byrjuðum bara rólega og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ bætir Gunnar við. Hvernig er svona verkaskiptingin á milli ykkar með skreytingarnar? „Hún segir hvernig þetta á að vera og ég hengi upp,“ segir Gunnar. „Ég raða svona niður fígúrunum og hann finnur út hvar á að setja þetta í samband,“ bætir Linda kímin við. Þau taka fram að nágrannarnir bregðist vel við skrautinu og að gatan hafi alla tíð verið einstaklega vel skreytt. Fólk sýni þessu almennt mikinn áhuga. „Eins og í fyrra þá gerðum við ekkert, við vorum í fríi erlendis. Þá var lítið skreytt og þá komu nokkur símtöl hvort það væri ekki allt í lagi og hvort við værum flutt,“ segir Gunnar. Bíllinn er vel skreyttur.Vísir/Einar En hvernig er þetta um páskanna hjá ykkur? „Já sko, ég segi alltaf að ég skreyti mikið á hrekkjavökunni og mikið á jólunum en ég á ekkert páskaskraut.“ Þá færð þú frí? „Þá er frí, það er frí um páskana,“ segir Gunnar. „Fær hann frí? Ég finn bara eitthvað fyrir hann að gera annað.“ Vísir/Einar
Jól Hafnarfjörður Jólaskraut Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira