„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2024 22:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira