Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar 13. desember 2024 12:00 Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun