RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar 13. desember 2024 10:30 Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar