Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 09:56 Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu. EPA/SHAWN THEW Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherrann, er sagður hafa reynt að svipta sig lífi í gærkvöldi en var stöðvaður af öryggisvörðum og er sagður við góða heilsu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir Kim hafa reynt að hengja sig með samanbundnum nærfötum. Hann hafði verið færður í varðhald skömmu áður en var ekki formlega handtekinn á þeim tímapunkti. Hann var þó handtekinn skömmu síðar eftir að dómstóll samþykkti handtökuskipun á hendur honum vegna aðkomu hans að tilraun Yoon til að koma á herlögum og fyrir misbeitingu valds. Hann er sá fyrsti til að vera handtekinn vegna herlaganna. Kim er grunaður um uppreisn og stendur frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisdómi eða jafnvel dauðadómi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Óvænt herlög Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir í síðustu viku að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Kim sendi hermenn að þinghúsinu til að loka því og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Þingmönnum tókst þó að samþykkja ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Kim og Yoon eru gamlir skólafélagar og þegar ráðherrann var staðfestur í embætti fyrir um þremur mánuðum sökuðu meðlimir stjórnarandstöðunnar hann um að vilja beita herlögum. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lagt það til við forsetann að setja á herlög þegar Yoon sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Mótmælendur með myndir af Yoon Suk Yeol, forseta, og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra.AP/Ahn Young-joon Stendur einnig frammi fyrir ákæru Lögregluþjónar fóru í morgun að skrifstofu Yoon og reyndu að framkvæma húsleit þar. Öryggisverðir forsetans komu þó í veg fyrir það og ríkir nokkurskonar umsátursástand þar. Yoon stendur einnig mögulega frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn, samkvæmt Yonhap, og hefur honum verið meinað að fara frá landi. Rannsakendur hafa fengið heimild til að framkvæma leit á skrifstofunni og á skrifstofum öryggisvarða forsetans og á skrifstofum herforingjaráðs Suður-Kóreu, en allt er þetta í sömu byggingunni. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherrann, er sagður hafa reynt að svipta sig lífi í gærkvöldi en var stöðvaður af öryggisvörðum og er sagður við góða heilsu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir Kim hafa reynt að hengja sig með samanbundnum nærfötum. Hann hafði verið færður í varðhald skömmu áður en var ekki formlega handtekinn á þeim tímapunkti. Hann var þó handtekinn skömmu síðar eftir að dómstóll samþykkti handtökuskipun á hendur honum vegna aðkomu hans að tilraun Yoon til að koma á herlögum og fyrir misbeitingu valds. Hann er sá fyrsti til að vera handtekinn vegna herlaganna. Kim er grunaður um uppreisn og stendur frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisdómi eða jafnvel dauðadómi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Óvænt herlög Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir í síðustu viku að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Kim sendi hermenn að þinghúsinu til að loka því og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Þingmönnum tókst þó að samþykkja ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Kim og Yoon eru gamlir skólafélagar og þegar ráðherrann var staðfestur í embætti fyrir um þremur mánuðum sökuðu meðlimir stjórnarandstöðunnar hann um að vilja beita herlögum. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lagt það til við forsetann að setja á herlög þegar Yoon sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Mótmælendur með myndir af Yoon Suk Yeol, forseta, og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra.AP/Ahn Young-joon Stendur einnig frammi fyrir ákæru Lögregluþjónar fóru í morgun að skrifstofu Yoon og reyndu að framkvæma húsleit þar. Öryggisverðir forsetans komu þó í veg fyrir það og ríkir nokkurskonar umsátursástand þar. Yoon stendur einnig mögulega frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn, samkvæmt Yonhap, og hefur honum verið meinað að fara frá landi. Rannsakendur hafa fengið heimild til að framkvæma leit á skrifstofunni og á skrifstofum öryggisvarða forsetans og á skrifstofum herforingjaráðs Suður-Kóreu, en allt er þetta í sömu byggingunni.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05