Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:23 Kristrún Frostadóttir segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins og vinnuhópar á þeirra vegum héldu stjórnarmyndunarviðræðum áfram í dag og er bjartsýnar á framhaldið. Vísir/Vilhelm „Við erum allar að vinna undir og með það að markmiði að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta. Erum að skella fram stífum afkomuramma vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála,“ sagði Kristrún Frostadóttir síðdegis í dag. Fjármálaráðuneytið birti í dag endurmat á afkomuhorfum ríkissjóðs og samkvæmt því eru horfurnar mun verri en áætlað var. Samkvæmt fyrri áætlunu ríkisstjórnarinnar til 2029 átti að ná hallalausum fjárlögum árið 2028 eins og sést á raunðu brotalínunni á myndinni hér fyrir neðan. En á bláu línunni sést að hallalaus fjárlög eru ekki í augnsýn í náinni framtíð samkæmt nýjustu afkomuhorfum, sem Kristrún segir hafa verið ræddar í dag. Bláa línan sýnir hvað afkomuhorfur ríkissjóðs eru mikið verri en áður var áætlað í rauðu brotalínunni.Grafík/Hjalti Þannig að þið eruð komnar með ramman utan um þessi stóru mál sem þú varst að nefna? „Það má segja að við séum einmitt að reyna að finna hvar svigrúmið er. Hvar við erum alveg sammála, hvar þarf að liðka til. Það mun alltaf einhver þurfa að gefa eftir einhvers staðar. Það liggur alveg fyrir í þriggja flokka samstarfi að það verða einhverjar málamiðlanir." Það liggi fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skili verra búi en hún hafi áður haldið fram. Það væru hægari umsvif í hagkerfinu meðal annars vegna þess að gríðarlega háir vextir hafi haldið niðri fjárfestingum og umsvifum í efnahagsmálum. „Og þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur, hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Erum alveg tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við, sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í," segir Kristrún. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segja mikinn samhljóm í viðræðum þeirra.Vísir/Vilhelm Þetta þýði að málið verði snúnara og horfa þurfi bæði til tekjuhliðar og hagræðingar í ríkisfjármálum. „Um þetta erum við að ræða akkúrat núna. Það munu sum verkefni þurfa að bíða. En við vitum að ef ekkert er að gert verða heimilin og fyrirtækin í verri stöðu. Þannig að við vitum að forgangsröðin þarf að vera á að lækka vexti og verðbólgu," segir formaður Samfylkingarinnar. Í viðræðunum hefur verið stefnt að því að fækka ráðuneytunum. Kristrún segir ekki þó ekki stefnt að stórkostlegri uppstokkun á stjórnsýslunni. „Enda væri það óskynsamlegt. Við viljum ekki skapa einhvern óþarfa usla. Við erum fyrst og fremst að horfa á með hvaða hætti við getum straumlínulagað stjórnsýsluna enn þá betur. Hvernig við getum sett verkefni á eðlilegan stað ef svo má segja.“ Það sama gildi þegar komi að skiptingu og fjölda ráðuneyta á milli flokkanna. „Það skiptir máli hver er í hvaða stöðu. Ekki bara hvaða flokkur er með hvaða stöðu. Við viljum líka að það sé traust og ákveðin samstaða og samvinna í þessari ríkisstjórn. Þannig að það eru alls konar sjónarmið sem koma að," sagði Kristrún Frostadóttir þegar hún var spurð um mögulega skiptinguráðuneyta milli flokkanna. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. 10. desember 2024 17:01 Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. 10. desember 2024 16:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins og vinnuhópar á þeirra vegum héldu stjórnarmyndunarviðræðum áfram í dag og er bjartsýnar á framhaldið. Vísir/Vilhelm „Við erum allar að vinna undir og með það að markmiði að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta. Erum að skella fram stífum afkomuramma vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála,“ sagði Kristrún Frostadóttir síðdegis í dag. Fjármálaráðuneytið birti í dag endurmat á afkomuhorfum ríkissjóðs og samkvæmt því eru horfurnar mun verri en áætlað var. Samkvæmt fyrri áætlunu ríkisstjórnarinnar til 2029 átti að ná hallalausum fjárlögum árið 2028 eins og sést á raunðu brotalínunni á myndinni hér fyrir neðan. En á bláu línunni sést að hallalaus fjárlög eru ekki í augnsýn í náinni framtíð samkæmt nýjustu afkomuhorfum, sem Kristrún segir hafa verið ræddar í dag. Bláa línan sýnir hvað afkomuhorfur ríkissjóðs eru mikið verri en áður var áætlað í rauðu brotalínunni.Grafík/Hjalti Þannig að þið eruð komnar með ramman utan um þessi stóru mál sem þú varst að nefna? „Það má segja að við séum einmitt að reyna að finna hvar svigrúmið er. Hvar við erum alveg sammála, hvar þarf að liðka til. Það mun alltaf einhver þurfa að gefa eftir einhvers staðar. Það liggur alveg fyrir í þriggja flokka samstarfi að það verða einhverjar málamiðlanir." Það liggi fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skili verra búi en hún hafi áður haldið fram. Það væru hægari umsvif í hagkerfinu meðal annars vegna þess að gríðarlega háir vextir hafi haldið niðri fjárfestingum og umsvifum í efnahagsmálum. „Og þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur, hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Erum alveg tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við, sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í," segir Kristrún. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segja mikinn samhljóm í viðræðum þeirra.Vísir/Vilhelm Þetta þýði að málið verði snúnara og horfa þurfi bæði til tekjuhliðar og hagræðingar í ríkisfjármálum. „Um þetta erum við að ræða akkúrat núna. Það munu sum verkefni þurfa að bíða. En við vitum að ef ekkert er að gert verða heimilin og fyrirtækin í verri stöðu. Þannig að við vitum að forgangsröðin þarf að vera á að lækka vexti og verðbólgu," segir formaður Samfylkingarinnar. Í viðræðunum hefur verið stefnt að því að fækka ráðuneytunum. Kristrún segir ekki þó ekki stefnt að stórkostlegri uppstokkun á stjórnsýslunni. „Enda væri það óskynsamlegt. Við viljum ekki skapa einhvern óþarfa usla. Við erum fyrst og fremst að horfa á með hvaða hætti við getum straumlínulagað stjórnsýsluna enn þá betur. Hvernig við getum sett verkefni á eðlilegan stað ef svo má segja.“ Það sama gildi þegar komi að skiptingu og fjölda ráðuneyta á milli flokkanna. „Það skiptir máli hver er í hvaða stöðu. Ekki bara hvaða flokkur er með hvaða stöðu. Við viljum líka að það sé traust og ákveðin samstaða og samvinna í þessari ríkisstjórn. Þannig að það eru alls konar sjónarmið sem koma að," sagði Kristrún Frostadóttir þegar hún var spurð um mögulega skiptinguráðuneyta milli flokkanna.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. 10. desember 2024 17:01 Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. 10. desember 2024 16:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. 10. desember 2024 17:01
Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. 10. desember 2024 16:31