Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. desember 2024 12:32 Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Nóbelsverðlaun Kjarnorka Japan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun