Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2024 09:00 Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun