Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:05 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Sýrlandi eftir að al-Assad var steypt af stóli. vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“ Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent