Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 11:17 Atli og Pétur fóru yfir stríðið í súkkulaðiheiminum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01