Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 09:43 Piltur hellir úr vatnsflösku yfir sig í hitabylgju í Brussel í Belgíu í ágúst. Vísir/EPA Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira