„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. desember 2024 22:14 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður eftir leik Vísir/Pawel Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum. „Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum Valur VÍS-bikarinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
„Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira