Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:31 Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Jón Frímann Jónsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun