Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:31 Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Jón Frímann Jónsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar