Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. desember 2024 13:02 Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Rekstur hins opinbera Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun