Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:00 Ragga Sveins er flutt á klakann. Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, hefur sett glæsihús sitt á Arnarnesi á sölu. Um er að ræða tæplega 500 fermetra einbýlishús á tveimur með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 590 milljónir. Ragnhildur er fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen. Þau skildu árið 2017 eftir 23 ára samband. Saman eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Ragnhildur flutti nýverið til Íslands eftir áralanga búsetu erlendis, síðast í Malmö í Svíþjóð. Hún hóf störf sem pilateskennari hjá Eldrún Pilates eftir að hafa lokið kennaranámi hjá Exhale Pilates London fyrir skemmstu. Hún hefur verið viðloðandi heilsu- og íþróttabransann í mörg ár og kennt pilates bæði í London og Malmö. Sjálf hefur hún stundað pilates í um tólf ár. Bíósalur, vínherbergi og líkamsrækt Umrætt hús Ragnhildar var byggt árið 2008 er allt hið vandaðasta. Eignin einkennist af miklum munaði og glæsileika og er innréttuð af mikilli smekkvísi. Húsið stendur á glæsilegri sjávarlóð á Arnarnesi.Croisette home Á vef Croisette home kemur fram að húsið er á tveimur hæðum. Efri hæðin skiptist í stofu, borðstofu og eldhús, sem flæða saman í eitt í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum meðfram norðurhlið hússins, svo hægt sé að njóta útsýnisins til hins ýtrasta. Stór arinn prýðir rýmið og gefur því mikið lúxus yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott með stórri eyju og gaseldavél og stein á borðum. Innréttingin er í hlýlegum súkkulaðibrúnum lit líkt og aðrar innréttingar hússins. Samtals eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi, þar af hjónasvíta með rúmgóðu fataherbergi og glæsilegu baðherbergi með tveimur frístandandi vöskum og tvöfaldri sturtu. Á neðri hæðinni má meðal annars finna líkamsræktarsal með gufubaði, vínherbergi, setustofu og stóran bíósal sem er tilbúinn til lokafrágangs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Garðabær Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Ragnhildur er fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen. Þau skildu árið 2017 eftir 23 ára samband. Saman eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Ragnhildur flutti nýverið til Íslands eftir áralanga búsetu erlendis, síðast í Malmö í Svíþjóð. Hún hóf störf sem pilateskennari hjá Eldrún Pilates eftir að hafa lokið kennaranámi hjá Exhale Pilates London fyrir skemmstu. Hún hefur verið viðloðandi heilsu- og íþróttabransann í mörg ár og kennt pilates bæði í London og Malmö. Sjálf hefur hún stundað pilates í um tólf ár. Bíósalur, vínherbergi og líkamsrækt Umrætt hús Ragnhildar var byggt árið 2008 er allt hið vandaðasta. Eignin einkennist af miklum munaði og glæsileika og er innréttuð af mikilli smekkvísi. Húsið stendur á glæsilegri sjávarlóð á Arnarnesi.Croisette home Á vef Croisette home kemur fram að húsið er á tveimur hæðum. Efri hæðin skiptist í stofu, borðstofu og eldhús, sem flæða saman í eitt í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum meðfram norðurhlið hússins, svo hægt sé að njóta útsýnisins til hins ýtrasta. Stór arinn prýðir rýmið og gefur því mikið lúxus yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott með stórri eyju og gaseldavél og stein á borðum. Innréttingin er í hlýlegum súkkulaðibrúnum lit líkt og aðrar innréttingar hússins. Samtals eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi, þar af hjónasvíta með rúmgóðu fataherbergi og glæsilegu baðherbergi með tveimur frístandandi vöskum og tvöfaldri sturtu. Á neðri hæðinni má meðal annars finna líkamsræktarsal með gufubaði, vínherbergi, setustofu og stóran bíósal sem er tilbúinn til lokafrágangs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Garðabær Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira