Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 16:51 Deilu Atla Viðars og Reynis fyrir dómstólum er lokið. Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26
Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30