Herlögin loks felld úr gildi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:51 Hermenn fyrir utan þinghúsið í Seoul í kvöld. AP/Kim Ju-sung Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna. Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti. Suður-Kórea Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti.
Suður-Kórea Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“